Fjárhagsgreining - Staða íslenskrar ferðaþjónustu í árslok 2019
Nánari upplýsingar | |
---|---|
Titill | Fjárhagsgreining - Staða íslenskrar ferðaþjónustu í árslok 2019 |
Lýsing | -Niðurstöður úr greiningu KPMG fyrir Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála um fjárhagsstöðu ferðaþjónustunnar í árslok 2019
Fjárhagsstaða ferðaþjónustunnar hafði versnað fyrir COVID-19 ekki síst í kjölfar falls WOW Air og samdráttar í fjölda ferðamanna árið 2019. Fyrirtækin í greininni hafa verið að fjárfesta í aukinni afkastagetu til að mæta vexti síðustu ára og samhliða hefur skuldsetning aukist ásamt því að hörð samkeppni er farin að koma niður á afkomu fjölmargra félaga. Samdráttur í afkomu hefur gert fyrirtækjum erfiðara fyrir að standa undir skuldsetningu og með tekjuhruni ársins er augljóst að skuldsetningin er því sem næst ósjálfbær. Fjárhagsstaða í árslok 2019
Slagurinn við COVID-19
Horfur
Varpa skýrara ljósi á áskoranir greinarinnarFerðamálastofa og Stjórnstöð ferðamála hafa fengið KPMG til að uppfæra greiningu á fjárhagsstöðu ferðaþjónustufyrirtækja með hliðsjón af ársreikningum ársins 2019. Fyrri greining var unnin út frá ársreikningum 2018 en uppfærð ársreikningagögn frá árinu 2019 og aðrar upplýsingar frá árinu 2020 gefa tilefni til að varpa skýrara ljósi á áskoranir greinarinnar sem rekja má til COVID-19. Kynning og viðbrögð við skýrslunniKynningu Benedikts K. Magnússonar, sviðsstjóra ráðgjafarsviðs KPMG, á niðurstöðum greiningarinnar ásamt innslögum frá ferðamálastjóra, Arnari Ólafssyni frá Southdoor, Birnu Ósk Einarsdóttur frá Icelandair, Bjarnheiði Halldórsdóttur frá SAF, Kolbrúnu Jónsdóttur frá Íslandshótelum og Styrmi Þór Bragasyni frá Arctic Adventures má sjá hér að neðan.
|
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Umfang og áhrif |
Útgáfuár | 2020 |
Útgefandi | Ferðamálastofa |
Leitarorð | fjárhagsgreining, afkoma, tekjur, covid, , kreppa, áfall. áföll, rekstur, kpmg, skuldir, gjaldþrot, arðsemi |