Fjárhagstölur ferðaþjónustufyrirtækja árið 2018
Nánari upplýsingar | |
---|---|
Titill | Fjárhagstölur ferðaþjónustufyrirtækja árið 2018 |
Lýsing | Að beiðni Ferðamálastofu hefur ráðgjafarsvið KPMG unnið greiningu á rekstri og fjárhagsstöðu fyrirtækja í ferðaþjónustu. Tilgangur greiningarinnar var að meta hvernig fjárhagsleg úrræði stjórnvalda sem komið höfðu fram vegna COVID-19 heimsfaraldursins þann 28. apríl 2020, væru líkleg til að nýtast félögum í ferðaþjónustu á Íslandi. Gögnin eiga líka að geta aðstoðað við að greina hvernig ný úrræði nýtast einstaka greinum og hve stórt hlutfall félaga ætti að geta nýtt úrræðin miðað við skilyrði sem sett eru fyrir nýtingu þeirra. Greiningin er byggð á fjárhagsgögnum ferðaþjónustufyrirtækja fyrir árið 2018 frá Creditinfo og Hagstofu Íslands. Greiningin byggir að hluta á fyrri verkefnum sem KPMG hefur unnið fyrir Ferðamálastofu á síðustu vikum. Sjá má áður birta skýrslu KPMG um áhrif COVID-19 á íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hér. Samhliða þessari greiningu hefur KPMG afhent Ferðamálastofu gagnvirkt mælaborð þar sem hægt er að skoða og greina gögnin í PowerBI. Ferðamálastofa hyggst bjóða upp á opinn og gagnvirkan aðgang að upplýsingunum á næstu dögum gegnum mælaborð ferðaþjónustunnar. Þá geta áhugasamir stundað sína eigin greiningu á upplýsingunum. |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Umfang og áhrif |
Útgáfuár | 2020 |
Útgefandi | Ferðamálastofa / KPMG |
Leitarorð | covid, covid-19, kreppa, áfall. áföll, rekstur, kpmg, skuldir, gjaldþrot, arðsemi |