Fjöldi bifreiða að Fjallabaki
Nánari upplýsingar | |
---|---|
Titill | Fjöldi bifreiða að Fjallabaki |
Lýsing | Í ljósi mikilvægis Fjallabaks fyrir ferðaþjónustuna voru gerðar umfangsmiklar rannsóknir á umferð að Fjallabaki sumarið 2011 innan verkefnis sem kallast „Áætlun um ferðamennsku á miðhálendi Íslands“. Farin var sú leið að nota tólf teljara til að meta fjölda bifreiða sem fara ákveðna leið og tvo teljara til að meta fjölda göngufólks. Bifreiðar voru taldar á öllum aðkomuleiðum að Fjallabaki, þ.e. á aðkomuleiðum að Fjallabaksleið syðri, F210 og að Fjallabaksleið nyrðri, F208 og að auki á mörgum leiðum innan svæðisins. Göngufólk var talið á gönguleiðinni Laugavegurinn á göngubrúnni yfir Kaldaklofskvísl og voru niðurstöður þeirrar rannsóknar birtar í skýrslunni Laugavegurinn: Gönguleiðin milli Landmannalauga og Þórsmerkur - Fjöldi göngufólks 2011 til 2013 (Rögnvaldur Ólafsson, 2014). Frá árinu 2011 hefur fjórum bifreiðarteljurum verið bætt við og eru því talningarstaðirnir sem lýst er í þessari skýrslu orðnir 16. |
Skráarviðhengi |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | Rögnvaldur Ólafsson |
Nafn | Gyða Þórhallsdóttir |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Umfang og áhrif |
Útgáfuár | 2016 |
Útgefandi | Vegagerðin |
Leitarorð | fjöldi, fjöldi ferðamanna, talning, talningar, þolmörk, þolmörk ferðamennsku, fjallabak, friðland, umhverfi, umhverfismál, Gyða Þórhallsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson |