Impact of recreational trampling in Iceland: a pilot study based on experimental plots from Þingvellir National Park and Fjallabak Nature Reserve
Nánari upplýsingar | |
---|---|
Titill | Impact of recreational trampling in Iceland: a pilot study based on experimental plots from Þingvellir National Park and Fjallabak Nature Reserve |
Lýsing | Í skýrslunni eru kynntar niðurstöður rannsóknaverkefnis undir stjórn Rannveigar Ólafsdóttur, prófessors í ferðamálafræði við Háskóla Íslands, og eru meðal þeirra verkefna sem Ferðamálastofa ákvað að láta ráðast í á árinu 2014 í ljósi mikillar fjölgunar ferðafólks og álags sem af henni hefur skapast. Skýrslan er á ensku en með íslenskum útdrætti. Hún nefnist „Impact of recreational trampling in Iceland: a pilot study based on experimental plots from Þingvellir National Park and Fjallabak Nature Reserve“ eða „Áhrif gönguferðamennsku á gróður og jarðveg – athuganir og mælingar frá tilraunareitum.“ Dr. Micael Runnström, sérfræðingur við landfræðideild háskólans í Lundi í Svíþjóð, er höfundur skýrslunnar með Rannveigu. Þetta er í fyrsta skipti sem tilraunareitir eru notaðir til að meta álag frá ferðamönnum hér á landi. Meginmarkmið var annars vegar að auka þekkingu á notkun tilraunareita (e. experimental plots) fyrir ferðamennsku í íslenskri náttúru en einungis með mælingum í tilraunareitum er unnt að styðjast við þekktar stýribreytur. Hins vegar var markmiðið að kanna viðnám íslenskra vistlenda við álagi ferðamanna með því að meta mismunandi álag frá gönguferðamönnum í mismunandi vistlendi. Við framkvæmd rannsóknarinnar var stuðst við erlendar rannsóknir, m.a. til að byggja upp gagnabanka fyrir samanburðarrannsóknir, en jafnframt lagður grunnur að aðferðafræði fyrir íslenskar aðstæður. Tilraunareitirnir verða vaktaðir næstu fimm til tíu ár, og allar breytur mældar á sama tíma á hverju ári til að meta hraða á endurheimt gróðurs og jarðvegs. |
Skráarviðhengi |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | Rannveig Ólafsdóttir |
Nafn | Micael Runnström |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Umfang og áhrif |
Útgáfuár | 2015 |
Útgefandi | Ferðamálastofa, Háskóli Íslands |
ISBN | 978-9979-9524-8-0 |
Leitarorð | þolmörk, Þingvellir, Fjallabak, gönguferðir, gönguferð, álag, gönguferðamennska, gróður, jarðvegur, tilraunareitur, tilraunareitir, Rannveig Ólafsdóttir, Micael Runnström, vistlendi |