Íslensk ferðaþjónusta - greining Íslandsbanka
Nánari upplýsingar | |
---|---|
Titill | Íslensk ferðaþjónusta - greining Íslandsbanka |
Lýsing | Íslandsbanki gefur nú út skýrslu um íslenska ferðaþjónustu í fjórða sinn. Er skýrslunni ætlað að gefa aðilum innsýn í þróun greinarinnar og stöðu hennar hverju sinni. Íslandsbanki vill með útgáfunni leggja sitt af mörkum við að upplýsa um stöðu ferðaþjónustunnar. Í kynningu á skýrslunni segir: "Íslensk ferðaþjónusta mun á líðandi ári halda áfram að auka umfang sitt í hagkerfinu og styrkjast sem máttarstólpi í íslensku samfélagi. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur krafist mikilla fjárfestinga sem hefur reynst sjálfstæð uppspretta hagvaxtar og aukinnar atvinnu hér á landi. Engu að síður hefur fjárfesting í gistiþjónustu ekki mætt eftirspurn ferðamanna eftir gistingu að öllu leyti. Hefur það leitt til þess að nýting hótelherbergja er því með hæsta móti hér á landi í alþjóðlegum samanburði og gisting í Reykjavík orðin ein sú dýrasta á Norðurlöndum. Þá sýna tölurnar að deilihagkerfið hefur leikið mikilvægt hlutverk í að gera þeim fjölda ferðamanna sem hingað hefur ferðast á undanförnum árum kleift að dvelja á landinu. Nú er svo komið að deilihagkerfið stefnir í að verða umfangsmeira en öll hótel á landinu til samans þegar kemur að gistingu ferðamanna hér á landi." Áhugaverðar staðreyndir úr skýrslunni:
|
Skráarviðhengi |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Umfang og áhrif |
Útgáfuár | 2018 |
Útgefandi | Íslandsbanki |
Leitarorð | afkoma, rekstur, fjárfesting, íslandsbanki, tekjur, hagnaður, gjaldeyristekjur |