Mælikvarðar Vegvísis
Nánari upplýsingar | |||||||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Titill | Mælikvarðar Vegvísis | ||||||||||||||||||||||||||
Lýsing |
UpplýsingarÍ Vegvísi kemur fram að tölfræði í ferðaþjónustu sé mikilvæg en um leið krefjandi viðfangsefni. Til séu góð fordæmi s.s. með vísan til Ástralíu og Nýja Sjálands, þar sem þróaðar hafa verið aðferðir við öflun áreiðanlegra gagna og til að tryggja stöðugar mælingar, sem sýni stöðu atvinnugreinarinnar hverju sinni. Slíkt skapi skilyrði til raunhæfrar markmiðasetningar. Þegar unnið var að gerð Vegvísis var ljóst að skortur var á áreiðanlegum gögnum til að hægt væri að setja lykilmælikvarða fyrir markmið. Því var gagnaöflun forgangsmál fyrir árið 2016 svo hægt væri að setja fram grunnviðmið fyrir töluleg markmið og fylgja þeim eftir til frambúðar. Þau markmið og lykilmælikvarðar sem settir eru fram í Vegvísi eru þau viðmið sem horfa á til þegar verið er að meta árangur og ávinning greinarinnar. Markmiðin eru: að upplifun ferðamanna sé jákvæð, að arðsemi verði aukin, að stuðlað verði að aukinni dreifingu ferðamanna og að viðhorf til greinarinnar séu jákvæð. Í hinum fullkomna heimi ættu markmiðin að eiga sér tölulega mælikvarða, en vegna skorts á áreiðanlegum gögnum eru þau ekki sett fram í Vegvísi heldur eru huglægir mælikvarðar settir fram. Það er hlutverk stjórnvalda og greinarinnar að setja sameiginlega fram slík töluleg gildi í framhaldi þegar ráðist verður í stefnumótun ferðaþjónustunnar til lengri tíma. Nú þegar eru hafnar kannanir að frumkvæði Stjórnstöðvar ferðamála í þeim tilgangi að safna gögnum sem koma til með að viðhalda þessum mælikvörðum til lengri tíma. Yfirlit yfir skilgreind markmið og mælikvarða má sjá nánar í töflu að neðan:
|
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Umfang og áhrif |
Útgáfuár | 2021 |
Útgefandi | Ferðamálastofa |
Leitarorð | Mælikvarðar Vegvísis, Mælikvarðar, Vegvísir, vegvísirinn |