Fara í efni

Rannsóknir á ráðstefnumörkuðum - Samantekt

Nánari upplýsingar
Titill Rannsóknir á ráðstefnumörkuðum - Samantekt
Lýsing

Skýrslan er byggð á forrannsókn á stöðu rannsókna innan ráðstefnumarkaðarins sem var unnin að beiðni Stjórnstöðvar ferðamála með það að markmiði að afla upplýsinga um hvernig rannsóknum á þessu sviði væri háttað erlendis, hver staðan á upplýsingaöflun væri á Íslandi og koma af stað könnunum á ráðstefnu- og viðburðatengdri ferðaþjónustu.

Skýrslan skiptist í sex kafla. Byrjað verður á því að fara yfir þau gögn sem stuðst var við og í öðrum kafla verður farið yfir helstu skilgreiningar á ráðstefnumarkaðnum. Í þriðja kafla verður stuttlega farið yfir sögu og þróun ráðstefnumarkaða á heimsvísu. Í fjórða kafla verður gerð grein fyrir megin áherslum erlendra rannsókna á ráðstefnumörkuðum og hvaða upplýsinga er verið að afla um þá. Í fimmta kafla er sjónunum beint að Íslandi, hver þróunin hafi verið síðustu
áratugina og hver staðan sé á rannsóknum og upplýsingaöflun um ráðstefnumarkaðinn hér á landi. Í sjötta kafla verður velt upp spurningum um hverju sé  á ábótavant í upplýsingaöfluninni og helstu niðurstöður dregnar saman.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Vera Vilhjálmsdóttir
Flokkun
Flokkur Umfang og áhrif
Útgáfuár 2019
Útgefandi Rannsóknamiðstöð ferðamála
ISBN 978-9935-437-92-1
Leitarorð fundir, ráðstefnur, mice, hvataferðir, ráðstefnuferðir, ráðstefna, ráðstefnumarkaður