Lýsing |
Skýrsla þessi er unnin að beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Fyrirtæki í einkennandi greinum ferðaþjónustu, skv. skilgreiningu Hagstofu Íslands, voru 4.598 fyrirtæki í árslok 2022. Rétt er að geta þess að nokkur ferðaþjónustufyrirtæki eru einungis í útflutningi, t.d. Atlanta flugfélagið, og teljast því ekki til einkennandi greina íslenskrar ferðaþjónustu. Hér er gerð tilraun til að meta þröngt og vítt skattspor íslenskrar ferðaþjónustu. Reynt er að ná utan um stórt svið en ljóst er að ferðaþjónusta snertir næstum alla þætti hagkerfisins allt frá læknisþjónustu til hágæða gistingar. Sumt er tilgreint sem hluti af einkennandi greinum ferðaþjónustunnar, annað ekki. Ef allt væri tiltekið þá gætu áhrif ferðaþjónustunnar verið meiri eða minni. |