Könnun meðal íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja 2017
Nánari upplýsingar | |
---|---|
Titill | Könnun meðal íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja 2017 |
Undirtitill | Staða mála og horfur - Ferðaþjónustan spurð |
Lýsing | Í október 2017 voru kynntar niðurstöður úr viðhorfskönnun meðal aðila í ferðaþjónusturekstri sem Deloitte gerði fyrir markaðsstofur landshlutanna og Ferðamálastofu. Verkefnið er liður í að koma á væntingavísi innan ferðaþjónustunnar. Tilgangur og markmiðMarkmiðið er að könnun sem þessi sé gerð árlega í því skyni að draga fram álit ferðaþjónustuaðila á stöðu mála og horfum í greininni. Það er álit umsjónaraðila könnunarinnar að það sé lykilatriði í því að öll ákvarðanataka sem varðar greinina í heild verði upplýstari og markvissari. Uppbygging könnunarinnarViðhorfskönnuninni er skipt í 5 meginkafla eins og sjá má nánar á myndinni hér að neðan. Svörin eru svo brotin niður á alla landshluta, þ.e.: Austurland, Norðurland, Reykjanes, Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Vestfirði og Vesturland. MeginniðurstöðurÝmislegt áhugavert má lesa út úr svörum en af niðurstöðum má merkja að blikur geti verið á lofti.
Um könnuninaForsagan er sú að á árinu 2016 voru gerðar tvær kannanir meðal ferðaþjónustufyrirtækja, annars vegar á vegum Ferðamálastofu og hins vegar markaðsstofanna og Deloitte. Því þótti einboðið að sameina nú kraftana í einni könnun. Viðhorfskönnunin var framkvæmd í maí-júní. Um var að ræða vefkönnun sem send var á 2.886 aðila en 611 aðilar svöruðu eða um 23% eftir að búið var að leiðrétta fyrir óvirkum netföngum.
|
Skráarviðhengi | Ná í viðhengi |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Umfang og áhrif |
Útgáfuár | 2017 |
Útgefandi | Ferðamálastofa, Markaðsstofur landshlutanna, Deloitte |
Leitarorð | viðhorfskönnun, væntingavísir, árangur, afkoma, velta, áætlun, Deloitte, horfur, væntingar, áætlun, áætlanir, markaðsstofur |