Fara í efni

Sýn ferðaþjónustunnar á nýtingu miðhálendis Íslands

Nánari upplýsingar
Titill Sýn ferðaþjónustunnar á nýtingu miðhálendis Íslands
Lýsing

Út var að koma skýrslan „Sýn ferðaþjónustunnar á nýtingu miðhálendis Íslands“ varpar ljósi á hvernig ferðaþjónustan nýtir miðhálendi Íslands undir starfsemi sína og hvernig hún sér fyrir sér nýtingu þess til framtíðar. Rannsóknin byggir á netkönnun (svör frá 382, sem er 40% svarhlutfall) og viðtalsrannsókn (47 manns). Helstu niðurstöður eru meðal annars eftirfarandi:

  • Miðhálendi Íslands er mikilvæg auðlind fyrir ferðaþjónustuna og greinin telur mikilvægt að vera höfð með í ráðum um skipulag og stjórnun svæðisins til framtíðar.
  • Uppbygging innviða á miðhálendinu á að vera hófleg og í sátt við náttúruna til þess að draga ekki úr aðdráttarafli svæðisins. Flestum þótti æskilegt að fjölga salernum (83%) og merktum gönguleiðum (79%), sérstaklega á fjölsóttum ferðamannastöðum. Rúmlega 60% þótti æskilegt að fjölga fjallaskálum. Tæplega helmingur taldi að fjölga mætti gesta-stofum, um þriðjungur taldi að auka mætti veitingasölu og um 20% töldu að fjölga mætti hótelum á hálendinu.
  • Um helmingur taldi mikilvægt að vegir á hálendinu fengju betra viðhald og fáir vilja uppbyggða vegi eða bundið slitlag á hálendinu. Um 20% vildu að Kjalvegur yrði uppbyggður og 17% vildu þar bundið slitlag. Færri vildu að Sprengisandsleið yrði uppbyggð (18%) eða sett á hana bundið slitlag (8%).
  • Ferðaþjónustan vill síður hafa orkumannvirki á hálendinu en á láglendinu. Raflínur og vindorkuver eru þau virkjunarmannvirki sem ferðaþjónustuaðilar eru neikvæðastir gagnvart á hálendinu.
  • Skiptar skoðanir eru um hvort takmarka eigi umferð ferðamanna um hálendið. Um 42% svarenda eru á þeirri skoðun að ekki sé mikilvægt að takmarka umferð ferðamanna um miðhálendið, en 29% telja það vera mikilvægt eða mjög mikilvægt og álíka margir segja að það sé frekar mikilvægt.
  • Skiptar skoðanir eru einnig um stofnun miðhálendisþjóðgarðs, en 45% svarenda voru andvígir tillögunni en um 40% studdu hana. Þeir sem nýta miðhálendið í starfsemi sinni voru neikvæðari í garð tillögunnar en þeir sem nýta það ekki.
Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Þorkell Stefánsson
Nafn Anna Dóra Sæþórsdóttir
Nafn Margrét Wendt
Nafn Edita Tverijonaite
Flokkun
Flokkur Umfang og áhrif
Útgáfuár 2021
Útgefandi Land- og ferðamálafræðistofa, Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands Háskóli Íslands
ISBN 978-9935-9597-0-6
Leitarorð hálendið, hálendi, hálendisþjóðgarður, miðhálendi