Tekjuþróun ferðaþjónustu fyrstu tíu mánuði 2022
Nánari upplýsingar | |
---|---|
Titill | Tekjuþróun ferðaþjónustu fyrstu tíu mánuði 2022 |
Lýsing | Ferðamálastofa hefur birt greiningu á þróun tekna af erlendum ferðamönnum innanlands á fyrstu 10 mánuðum ársins, með samanburði við sama tímabil síðasta ár fyrir Covid, 2019. Þrátt fyrir ríflega 16% fækkun erlendra ferðamanna mánuðina janúar- október á þessu ári samanborið við sama tíma 2019, var metin greiðslukortavelta þeirra innanlands rúmlega 3% meiri, mæld í krónum. Það vekur þá áhugaverðu spurningu hvort ferðamönnum í kjölfar Covid sé lausara veskið en ferðamönnum fyrir faraldur. Talsvert hefur verið fjallað um að uppsafnaður sparnaður og ferðalöngun fólks á Covid-tímanum kunni að hafa leitt til meiri eyðsluvilja ferðalanga fyrst um sinn eftir að hömlur á ferðalög voru losaðar. Samkvæmt fyrirliggjandi tölulegum upplýsingum fyrir fyrstu 10 mánuði þessa árs og ársins 2019 er ástæða meiri veltu erlendra ferðamanna hér á landi í ár, þrátt fyrir fækkun þeirra, fyrst og fremst sú að þeir hafa að meðaltali dvalið degi lengur á þessu ári, 7,7 daga í stað 6,7 – um 14% lengri tíma. Heildarvelta á hvern erlendan ferðamann jókst um rúm 23% frá 2019 á fyrstu tíu mánuðum ársins á nafnverði í krónum. Á hvern dvalardag nam aukningin hins vegar aðeins rúmum 8%. Leiðrétt fyrir verðlagshækkunum frá 2019 er raunsamdráttur í veltu ferðamanna á hvern dvalardag upp á tæp 7%. Skoðað í helstu Umfjöllun um þetta og fleira áhugavert um þróun tekna ferðaþjónustu á Íslandi af erlendum ferðamönnum má sjá í meðfylgjandi greiningu. |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | Jóhann Viðar Ívarsson |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Umfang og áhrif |
Útgáfuár | 2022 |
Útgefandi | Ferðamálastofa |
Leitarorð | tekjur, umfang, tekjuþróun, meðaltekjur |