Fara í efni

Þjóðhagslíkan fyrir ferðaþjónustu - Hönnun á þjóðhagslíkani fyrir ferðaþjónustu á Íslandi

Nánari upplýsingar
Titill Þjóðhagslíkan fyrir ferðaþjónustu - Hönnun á þjóðhagslíkani fyrir ferðaþjónustu á Íslandi
Lýsing

Þessi skýrsla ráðgjafarfyrirtækisins Hagrannsókna sf.fjallar  um uppbyggingu þjóðhagslíkans fyrir ferðaþjónustunaum. Hún fjallar viðfangsefnið með fræðilegum og stærðfræðilegum hætti en fyrirlesturinn um skýrsluna (Sjá tengla að neðan inn á skýrsluna, upptöku af fyrirlestrinum og glærunum sem stuðst var við) nálgast það á almennari máta, fyrir stærri hóp áheyrenda. 

Hagrannsóknir sf. smíða nú á vegum Ferðamálastofu nýtt þjóðhagslíkan (geiralíkan) fyrir innlenda ferðaþjónustu, sem á að vera fullbúið í notendavænu viðmóti og tengt við almennt þjóðhagslíkan Hagstofu Íslands fyrir árslok 2023.

Fullbúnu er líkaninu ætlað að verða mikilvægt tæki til högg- og aðgerðagreiningar fyrir stjórnvöld og greinina (m.a. við áföll og búhnykki), meta áhrif ferðaþjónustunnar á efnahagslífið í heild (s.s. VLF og atvinnustig) og áhrif annarra þátta efnahagslífsins (s.s. gengis, verðlags, atvinnustigs og skatta) á ferðaþjónustuna. Líkaninu er einnig ætlað að spá fyrir um framlag ferðaþjónustunnar til efnahagslífsins og hagvaxtar í framtíðinni á grundvelli spáa um umsvif í ferðaþjónustu.

Í skýrslu Hagrannsókna sf. að þessu sinni er

  • gerð grein fyrir frumhönnun á líkaninu, sem er af DSGE gerð
  • framleiðslugeira hagkerfisins skipt í tvo hluta, ferðaþjónustu og aðrar framleiðslugreinar, sem hafa áhrif hvor á annan
  • dæmi um áhrif ytri breytinga erlendis á íslenska ferðaþjónustu sem og hagkerfið utan hennar
  • ítarleg tæknileg lýsing á líkaninu í viðauka

Nánari upplýsingar:

Aðrar skýrslur tengdar verkefninu og nánari upplýsingar eru á vefsvæði verkefnisins.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Umfang og áhrif
Útgáfuár 2022
Útgefandi Ferðamálastofa
ISBN 978-9935-522-21-4
Leitarorð hagrannsóknir, þjóðhagslíkan, þjóðhagslíkön, spár, spá, áföll, greining