Þjóðhagslíkan fyrir ferðaþjónustu - Ítarleg lýsing á þjóðhagslíkani með ferðageira
Nánari upplýsingar | |
---|---|
Titill | Þjóðhagslíkan fyrir ferðaþjónustu - Ítarleg lýsing á þjóðhagslíkani með ferðageira |
Lýsing | Í þessari áfangaskýrslu er gerð grein fyrir áframhaldandi hönnun á sérstöku þjóðhagslíkani fyrir íslenska ferðaþjónustu. Sett er fram ítarleg lýsing á þessu líkani sem er af svokallaðri DSGE (e. dynamic stochastic general equilibrium) gerð. Það fylgir hefðbundnum byggingarlínum slíkra líkana með þeirri viðbót að framleiðslugeiranum er skipt í tvo hluta; ferðaþjónustu (eða ferðaiðnað) Stuðlar líkansins hafa verið stærðarsettir, líkanið hefur verið forritað og lausnir fundnar á formi tímaferla fyrir ferðaþjónustu og aðrar þjóðhagsstærðir fundnar. Að þessar hönnunarvinnu hefur einkum unnið Marías Gestsson lektor í hagfræði. Að verkinu hafa einnig komið Eðvarð I. Erlingsson, Birgir Þór Runólfsson, Jóhann R. Björgvinsson, Vilborg Júlíusdóttir og Ragnar Árnason. Aðrar skýrslur tengdar verkefninu og nánari upplýsingar eru á vefsvæði verkefnisins. |
Skráarviðhengi |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Umfang og áhrif |
Útgáfuár | 2023 |
Útgefandi | Ferðamálastofa |
ISBN | 978-9935-522-29-0 |
Leitarorð | hagrannsóknir, þjóðhagslíkan, þjóðhagslíkön, spár, spá, áföll, greining |