Fara í efni

Þjóðhagslíkan fyrir ferðaþjónustu: Þjóðhagslíkön fyrir ferðaþjónustu

Nánari upplýsingar
Titill Þjóðhagslíkan fyrir ferðaþjónustu: Þjóðhagslíkön fyrir ferðaþjónustu
Lýsing

Ferðamálastofa réð haustið 2020 fyrirtækið Hagrannsóknir sf. til að gera þjóðhagslíkan fyrir ferðaþjónustuna og sem tengja má við þjóðhagslíkön hins opinbera. Í fyrstu niðurstöðum kemur fram að heppilegast sé að þróa fyrst svokallað CGE ferðageiralíkan fyrir Ísland.  

Tilgangurinn er að búa til betra tæki til högg- og aðgerðagreininga fyrir stjórnvöld og atvinnugreinina, til að bregðast megi réttar og hraðar við breyttum aðstæðum. Einnig er markmiðið að bæta mat á samspili ferðaþjónustu við aðra geira hagkerfisins almennt. 

Fyrstu áfangar af mörgum í þriggja ára rannsóknarverkefni 

Hér er að finna aðra áfangaafurðum verkefnisins, sem nefnist Þjóðhagslíkön fyrir ferðaþjónustu. Í henni er fjallað um þau líkön sem til greina koma fyrir ferðaþjónustuna og rökstuðningur fyrir vali félagsins á líkani. Áður hafði komið út skýrsla um helstu gerðir þjóðhagslíkana almennt.

Skýrslurnar eru fyrstu vörðurnar á þriggja ára leið með reglulegri birtingu afurða verkefnisins á vegum Ferðamálastofu og kynningu Hagrannsókna á þeim fyrir fræðasamfélaginu, stjórnvöldum og atvinnugreininni. 

Aðrar skýrslur tengdar verkefninu og nánari upplýsingar eru á vefsvæði verkefnisins.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Umfang og áhrif
Útgáfuár 2021
Útgefandi Ferðamálastofa
ISBN 978-9935-522-12-2
Leitarorð hagrannsóknir, þjóðhagslíkan, þjóðhagslíkön, spár, spá, áföll, greining