Fara í efni

Um áhrif hækkana á hlutfalli virðisaukaskatts á ferðþjónustugreinar

Nánari upplýsingar
Titill Um áhrif hækkana á hlutfalli virðisaukaskatts á ferðþjónustugreinar
Lýsing

Ný þjóðhagslíkön fyrir ferðaþjónustu, sem Ferðamálastofa hefur látið þróa á síðustu þremur árum, hafa verið nýtt til að greina líkleg áhrif þess á meginstærðir þjóðarbúsins og ferðaþjónustunnar ef virðisaukaskattur á ferðaþjónustu yrði hækkaður úr 11% í 24%. Umræður um slíka hækkun hafa verið í gangi, m.a. á vettvangi stjórnmálanna.

Ferðamálastofa réð Hagrannsóknir sf. sem verktaka að undangengnu útboði í árslok 2020 til þess að smíða þjóðhagslíkön. Verkinu lauk um liðin áramót. Ánægjulegt er að þegar er byrjað að nýta líkönin til þeirrar praktísku „hvað ef“ greiningar í hagstjórn sem lagt var upp með við mótun verkefnisins.

SAF lætur meta áhrif hækkunar VSK

Samtök ferðaþjónustunnar báðu Hagrannsóknir nýverið um að meta áhrifin af því ef til ofangreindrar hækkunar á virðisaukaskatti kæmi. Niðurstöður voru kynntar á opnum fundi þriðjudaginn 21. maí 2024, auk þess sem stjórnmálamenn helstu flokka ræddu málið í pallborði að kynningu lokinni.

Neikvæð áhrif bæði í bráð og lengd

Niðurstöður greiningarinnar eru að nettóáhrif hækkunar virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna úr 11% í 24% á þjóðarbúið yrðu neikvæð bæði í bráð og lengd. Þegar á 1. ári ylli slík breyting umtalsvert meiri samdrætti í vergri landsframleiðslu (VLF) en næmi aukningu í skatttekjum ríkisins. Þá myndi breytingin einnig veikja krónuna og auka verðbólgu. Það er jafnframt niðurstaða greiningarinnar að til lengri tíma litið, svo sem níu ár og lengra, myndi samdráttur í VLF leiða til minni skatttekna ríkisins en ekki meiri.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Umfang og áhrif
Útgáfuár 2024
Útgefandi Hagrannsóknir
Leitarorð hagrannsóknir, þjóðhagslíkan, þjóðhagslíkön, spár, spá, áföll, greining, vsk, virðisaukaskattur