Fara í efni

Upplýsingamiðstöð. Hvað margir? Fyrir hverja? Um hvað er spurt?

Nánari upplýsingar
Titill Upplýsingamiðstöð. Hvað margir? Fyrir hverja? Um hvað er spurt?
Undirtitill Niðurstöður athugana
Lýsing Niðurstöður athugana sem unnar voru fyrir tilstuðlan ferðamálafulltrúa Suðurlands á Suðurlandi sumarið 1994. Tilgangurinn með því að vinna verkið var fyrst og fremst sá að gera sér gleggri grein fyrir umfangi þeirrar starfsemi sem fram fer á upplýsingamiðstöðvunum á Suðurlandi. Sjá gestafjölda þann sem þangað leitar til aðstoðar og fyrirspurna, einnig að sjá eftir hverju gestirnir eru að leita, hvaða staðir eru helst í hugum gestanna o.s.frv. Með því að hafa yfirsýn yfir þessa hluti gætim við e.t.v. lagað þjónustu okkar betur að þörfum þeirra sem sækja okkur heim og metið stöðu starfseminnar í heild fyrir landshlutann og uppbyggingu ferðaþjónustunnar á Suðurlandi. Fimm miðstöðvar unnu könnunina alla mánuði sumarsins, þ.e. á meðan þær voru opnar. Voru það miðstöðvarnar á Selfossi, Hellu, Hvolsvelli, Klaustri og Skógum. Miðstöðvarnar í Vík og á Þingvöllum skiluðu könnuninni aðeins í júní. Miðstöðin á Eyrarbakka skilaði í júní og júlímánuði en miðstöðin í Hveragerði skilaði ekki neinu.
Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Valgeir Ingi Ólafsson
Flokkun
Flokkur Umfang og áhrif
Útgáfuár 1994
Leitarorð Könnun, Suðurland, upplýsingamiðstöðvar, ferðamálafulltrúar, Selfoss, Hella, Hvolsvöllur, Klaustur, Skógar, Vík, Þingvellir, Eyrarbakki, Hveragerði, gestafjöldi, gisting, ferðir, afþreying.