Upplýsingamiðstöð. Hvað margir? Fyrir hverja? Um hvað er spurt?
Nánari upplýsingar | |
---|---|
Titill | Upplýsingamiðstöð. Hvað margir? Fyrir hverja? Um hvað er spurt? |
Undirtitill | Niðurstöður athugana |
Lýsing | Niðurstöður athugana sem unnar voru fyrir tilstuðlan ferðamálafulltrúa Suðurlands á Suðurlandi sumarið 1994. Tilgangurinn með því að vinna verkið var fyrst og fremst sá að gera sér gleggri grein fyrir umfangi þeirrar starfsemi sem fram fer á upplýsingamiðstöðvunum á Suðurlandi. Sjá gestafjölda þann sem þangað leitar til aðstoðar og fyrirspurna, einnig að sjá eftir hverju gestirnir eru að leita, hvaða staðir eru helst í hugum gestanna o.s.frv. Með því að hafa yfirsýn yfir þessa hluti gætim við e.t.v. lagað þjónustu okkar betur að þörfum þeirra sem sækja okkur heim og metið stöðu starfseminnar í heild fyrir landshlutann og uppbyggingu ferðaþjónustunnar á Suðurlandi. Fimm miðstöðvar unnu könnunina alla mánuði sumarsins, þ.e. á meðan þær voru opnar. Voru það miðstöðvarnar á Selfossi, Hellu, Hvolsvelli, Klaustri og Skógum. Miðstöðvarnar í Vík og á Þingvöllum skiluðu könnuninni aðeins í júní. Miðstöðin á Eyrarbakka skilaði í júní og júlímánuði en miðstöðin í Hveragerði skilaði ekki neinu. |
Skráarviðhengi |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | Valgeir Ingi Ólafsson |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Umfang og áhrif |
Útgáfuár | 1994 |
Leitarorð | Könnun, Suðurland, upplýsingamiðstöðvar, ferðamálafulltrúar, Selfoss, Hella, Hvolsvöllur, Klaustur, Skógar, Vík, Þingvellir, Eyrarbakki, Hveragerði, gestafjöldi, gisting, ferðir, afþreying. |