Fara í efni

Við erum öll í ferðaþjónustu - Úttekt Greiningardeildar Arion banka

Nánari upplýsingar
Titill Við erum öll í ferðaþjónustu - Úttekt Greiningardeildar Arion banka
Lýsing

Greiningardeild Arion banka stóð fyrir morgunfundi 29. september 2015 um stöðu og horfur í ferðaþjónustu og birtir jafnframt ferðaþjónustuúttekt sína. Þar er spáð  áframhaldandi fjölgun ferðamanna og að árið 2018 gætu komið hingað tæplega tvær milljónir erlendra ferðamanna, en spáin er þó háð mikilli óvissu. Fjölgunin getur áfram orðið mikil og byggist úttektin að miklu leyti á vangaveltum um hvort og hvernig ýmsir innviðir, vinnumarkaður o.fl. geta tekist á við slíka fjölgun.

Í úttektinni er einnig skoðað vaxandi mikilvægi ferðaþjónustu í hagkerfinu, neysla ferðamanna greind og sýnt fram á að raungengi (samspil verðlags og nafngengis) krónunnar hefur umtalsverð áhrif á neyslu ferðamanna hér á landi. Þá er hótelmarkaðurinn greindur eftir landshlutum og ferðaþjónustan á Íslandi sett í alþjóðlegt samhengi svo eitthvað sé nefnt.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Umfang og áhrif
Útgáfuár 2015
Útgefandi Arion banki
Leitarorð afkoma, rekstur, fjárfesting, arionbanki, arion banki, tekjur, hagnaður