Fara í efni

Aðferðir við að meta fjölda og taka úrtak meðal ferðamanna

Nánari upplýsingar
Titill Aðferðir við að meta fjölda og taka úrtak meðal ferðamanna
Undirtitill Áfangaskýrsla um verkefnið: Þolmörk ferðamanna á átta vinsælum ferðamannastöðum á Suður- og Vesturlandi
Lýsing

Vegna mikillar fjölgunar ferðamanna hér á landi og þess álags sem af því skapast hafa spurningar vaknað um hvort ferðamenn séu nú þegar of margir á vinsælustu áfangastöðum landsins, þ.e. hvort þolmörkum þeirra sé náð. Í ljósi þessa óskaði Ferðamálastofa eftir því við Háskóla Íslands að rannsaka fjölda ferðamanna og viðhorf þeirra á átta fjölförnum áfangastöðum á Suður‐ og Vesturlandi. Þeir eru Djúpalónssandur, Geysir, Hakið á Þingvöllum, Hraunfossar, Húsadalur í Þórsmörk, Jökulsárlón, Seltún og Sólheimajökull.

Í þessari áfangaskýrslu er aðferðafræðinni lýst sem beitt var við gagnasöfnun sumarið 2014, bæði hvað varðar talningar á ökutækjum og dreifingu spurningalista til ferðamanna. Aðferðafræði við úrvinnslu gagnanna er einnig lýst.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Rögnvaldur Ólafsson
Nafn Anna Dóra Sæþórsdóttir
Nafn Gyða Þórhallsdóttir
Flokkun
Flokkur Umfang og áhrif
Útgáfuár 2014
Útgefandi Rannsóknamiðstöð Ferðamála
ISBN 978-9935-437-31-0
Leitarorð þolmörk, þolmörk ferðamennsku, Djúpalónssandur, Geysir, Hakið á Þingvöllum, Hraunfossar, Húsadalur í Þórsmörk, Jökulsárlón, Seltún, Sólheimajökull, umhverfi, umhverfismál, félagsleg þolmörk, innviðir, vistkerfi, áfangaskýrsla, úrtak